Rapparinn Cardi B hefur verið ákærð í 14 ákæruliðum að því er TMZ greinir frá. Cardi B gaf sig fram til lögreglu í október síðastliðinn eftir að hafa verið gefið það að sök að hafa fyrirskipað árás á tvo barþjóna á nektarstað í ágúst.
Atvikið átti sér stað á nektarstaðnum Angels Strip Club í New York, en Cardi B taldi annan barþjóninn hafa sofið hjá eiginmanni sínum, rapparanum Offset.
Cardi B var upphaflega ákærð í tveimur ákæruliðum. Henni var boðið að játa sök sína í málinu í staðin fyrir vægari dóm. Hún tók ekki tilboðinu og hófst því nánari rannsókn á málinu. Í kjölfar rannsóknarinnar ákvað saksóknarinn í málinu að fara með málið fyrir dómstóla og er rapparinn ákærð í 14 ákæruliðum.