Stemningin á Solstice „eins og í lygasögu“

Black Eyed Peas ætluðu aldrei að hætta að spila í …
Black Eyed Peas ætluðu aldrei að hætta að spila í gærkvöldi, segir Jón Bjarni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stemn­ing­in á tón­list­ar­hátíðinni Secret Solstice var mögnuð í gær. Allt fór vel fram og all­ir voru í góðu skapi. Flott­asta kvöldið er þó í kvöld, seg­ir Jón Bjarni Steins­son, upp­lýs­inga­full­trúi hátíðar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta var geðveikt, geðveikt. Al­veg sturlað!“ seg­ir Jón Bjarni spurður um stemn­ingu í gær­kvöldi.

„Black Eyed Peas voru geggjuð og ætluðu aldrei að hætta að spila, það var svo gam­an. Svo voru The Sug­ar­hill Gang geggjaðir. Það var frá­bær stemn­ing, gott veður og all­ir í góðu skapi. Þetta var eins og í lyga­sögu,“ seg­ir Jón Bjarni og var auðheyr­an­lega í skýj­un­um yfir góðu gengi hátíðar­inn­ar það sem af er.

Gestum hátíðarinnar leiddist ekki mikið.
Gest­um hátíðar­inn­ar leidd­ist ekki mikið. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Aðstand­end­ur hátíðar­inn­ar voru að opna svæðið nú um hálf­fjög­ur leytið þegar blaðamaður sló á þráðinn til Jóns Bjarna og dag­skrá­in hófst klukk­an fjög­ur. „Þetta er flott­asta kvöldið í kvöld að mínu mati,“ bætti Jón Bjarni við.

Meðal lista­manna sem koma fram í kvöld eru Vök, Morcheeba, Patti Smith og Robert Plant.

Lítið hef­ur verið um nei­kvæðar frétt­ir af hátíðinni og umræða í hverf­is­spjall­hóp­um á sam­fé­lags­miðlum hef­ur verið mun já­kvæðari í ár held­ur en áður. Spurður hvað valdi því seg­ir Jón Bjarni að sam­starfið við lög­reglu­yf­ir­völd og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar hafi gengið ein­stak­lega vel í ár auk þess sem að ör­ygg­is­gæsla er strang­ari en áður.

„Lögg­an er búin að vera mjög sýni­leg og hjálpa okk­ur. Þeir eru sátt­ir og þetta hef­ur allt farið ofboðslega vel fram. Svo er það líka veðrið sem hjálp­ar, það eru all­ir glaðir þegar það er svona gott veður,“ bæt­ir Jón Bjarni við að lok­um.

Samstarfið við lögreglu hefur gengið einstaklega vel í ár.
Sam­starfið við lög­reglu hef­ur gengið ein­stak­lega vel í ár. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
„Where is the love“ var sungið í gær.
„Wh­ere is the love“ var sungið í gær. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Gestir svöruðu kallinu.
Gest­ir svöruðu kall­inu. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú býrð yfir öllum þeim orðaforða sem þú þarft til að koma skilaboðunum á framfæri. Taktu allt með í reikninginn og reyndu að líta sem best út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú býrð yfir öllum þeim orðaforða sem þú þarft til að koma skilaboðunum á framfæri. Taktu allt með í reikninginn og reyndu að líta sem best út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar