Stemningin á Solstice „eins og í lygasögu“

Black Eyed Peas ætluðu aldrei að hætta að spila í …
Black Eyed Peas ætluðu aldrei að hætta að spila í gærkvöldi, segir Jón Bjarni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stemningin á tónlistarhátíðinni Secret Solstice var mögnuð í gær. Allt fór vel fram og allir voru í góðu skapi. Flottasta kvöldið er þó í kvöld, segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, í samtali við mbl.is.

„Þetta var geðveikt, geðveikt. Alveg sturlað!“ segir Jón Bjarni spurður um stemningu í gærkvöldi.

„Black Eyed Peas voru geggjuð og ætluðu aldrei að hætta að spila, það var svo gaman. Svo voru The Sugarhill Gang geggjaðir. Það var frábær stemning, gott veður og allir í góðu skapi. Þetta var eins og í lygasögu,“ segir Jón Bjarni og var auðheyranlega í skýjunum yfir góðu gengi hátíðarinnar það sem af er.

Gestum hátíðarinnar leiddist ekki mikið.
Gestum hátíðarinnar leiddist ekki mikið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðstandendur hátíðarinnar voru að opna svæðið nú um hálffjögur leytið þegar blaðamaður sló á þráðinn til Jóns Bjarna og dagskráin hófst klukkan fjögur. „Þetta er flottasta kvöldið í kvöld að mínu mati,“ bætti Jón Bjarni við.

Meðal listamanna sem koma fram í kvöld eru Vök, Morcheeba, Patti Smith og Robert Plant.

Lítið hefur verið um neikvæðar fréttir af hátíðinni og umræða í hverfisspjallhópum á samfélagsmiðlum hefur verið mun jákvæðari í ár heldur en áður. Spurður hvað valdi því segir Jón Bjarni að samstarfið við lögregluyfirvöld og frístundasvið Reykjavíkurborgar hafi gengið einstaklega vel í ár auk þess sem að öryggisgæsla er strangari en áður.

„Löggan er búin að vera mjög sýnileg og hjálpa okkur. Þeir eru sáttir og þetta hefur allt farið ofboðslega vel fram. Svo er það líka veðrið sem hjálpar, það eru allir glaðir þegar það er svona gott veður,“ bætir Jón Bjarni við að lokum.

Samstarfið við lögreglu hefur gengið einstaklega vel í ár.
Samstarfið við lögreglu hefur gengið einstaklega vel í ár. mbl.is/Arnþór Birkisson
„Where is the love“ var sungið í gær.
„Where is the love“ var sungið í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson
Gestir svöruðu kallinu.
Gestir svöruðu kallinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir