„Ekki sek herra“

Cardi B kom fyrir dóm í Queens í gær.
Cardi B kom fyrir dóm í Queens í gær. AFP

Hipp­hopp-tón­list­ar­kon­an Car­di B neitaði sök fyr­ir rétti í New York í gær. Hún er ákærð fyr­ir að hafa átt aðild að átök­um í næt­ur­klúbbi í borg­inni. „Ekki sek herra,“ sagði tón­list­ar­kon­an í vitna­stúk­unni í Qu­eens í gær. Mik­ill mann­fjöldi fylgd­ist með rétt­ar­höld­un­um en Car­di B er ein þekkt­asta tón­list­ar­kona Banda­ríkj­anna í dag.

Til átaka kom á nekt­arstaðnum Ang­els Strip Clup í Qu­eens í ág­úst en Car­di B var stödd á staðnum ásamt fylgj­end­um sín­um. Hóp­ur­inn á að hafa kastað flösk­um, stól­um og vatns­pípu í starfs­fólk með þeim af­leiðing­um að starfs­stúlka á Ang­els slasaðist á fæti.

Á Car­di B að hafa fyr­ir­skipað árás­ina á tvær syst­ur sem unnu á staðnum vegna þess að önn­ur þeirra hafði sofið hjá eig­in­manni henn­ar, rapp­ar­an­um Off­set. Car­di B neitaði að semja um máls­lok sem varð til þess að hún var ákærð fyr­ir aðild að mál­inu. Meðal ann­ars fyr­ir til­raun til árás­ar sem hafði þann til­gang að valda meiðslum. Ákær­an er í 14 liðum. Af þeim er Car­di B ákærð um sak­næmt at­hæfi í tveim­ur ákæru­liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Einsog litlir krakkar á leikvelli, þá er of létt að svara í sömu mynt þegar einhver hrindir manni. Fólk getur verið krefjandi og þú munt komast að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Einsog litlir krakkar á leikvelli, þá er of létt að svara í sömu mynt þegar einhver hrindir manni. Fólk getur verið krefjandi og þú munt komast að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar