Jóhannes Haukur Jóhannesson lætur Ian McKellen heyra það í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina The Good Liar.
Jóhannesi Hauki bregður fyrir í nokkrar sekúndur í stiklunni, en bresku leikararnir McKellen og Helen Mirren eru í aðalhlutverkum í kvikmyndinni. Jóhannes vakti athygli á stiklunni á Twitter og skrifaði „Jú jú þau eru þarna. En ég læt gamla manninn heyra það í treilernum. Með rússneskum hreim að sjálfsögðu.“
The Good Liar er spennumynd úr smiðju Bill Condon og leikur McKellen skúrkinn í kvikmyndinni. McKellen er að sjálfsögðu best þekktur fyrir hlutverk sitt í Hringadróttinsögu sem galdrakarlinn Gandálfur. Mirren er engin efturbátur McKellen en hún hlaut Óskarsverðlaun í flokki leikkonu í aðalhlutverki árið 2007 fyrir túlkun sína á Elísabet Englandsdrottningu í kvikmyndinni The Queen.
The Good Liar verður frumsýnd í nóvember næstkomandi.
Jú jú þau eru þarna. En ég læt gamla manninn heyra það í treilernum. Með rússneskum hreim að sjálfsögðu. https://t.co/Wmxb6ZR4Nj
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) June 26, 2019