Hver mun leika Elvis?

Harry Styles, Miles Teller, Austin Butler, Aaron Taylor-Johnson og Ansel …
Harry Styles, Miles Teller, Austin Butler, Aaron Taylor-Johnson og Ansel Elgort. Samsett mynd

Samkvæmt The Hollywood Reporter er ævisögumynd á leiðinni um ævi tónlistarmannsins Elvis Presley. BAz Luhrmann mun leikstýra kvikmyndinni en fimm ungir og efnilegir leikarar koma til greina að fara með hlutverk Presley. 

Þeir fimm eru Ansel Elgort, Aaron Taylor-Johnson, Miles Teller, Austin Butler og tónlistarmaðurinn Harry Styles. 

Ansel Elgort sem fór meðal ananrs með hlutverk í kvikmyndinni Baby Driver og verður í nýrri kvikmynd Steven Spielberg West Side Sory. 

Aaron Taylor-Johnson þekkja kannski einhverjir úr Kick-Ass eða Avengers: Age of Ultron. Miles Teller fór með hlutverk í Divergent-þríleiknum og mun fara með hlutverk í Top Gun 2. Austin Butler er með hlutverk í nýrri mynd Quentin Tarantino Once Upon A Time in Hollywood. 

Harry Styles hefur litla reynslu af hvíta tjaldinu en hann fór með lítið hlutverk í kvikmyndinni Dunkirk árið 2017. Hann er líklegast besti söngvarinn af þeim fimm sem koma til greina en það mun líklegast skipta miklu máli þegar fjallað er um Elvis Presley. 

Tom Hanks mun koma að verkefninu, en óljóst er með hvaða hætti. Tilkynnt verður um hver mun fara með aðalhlutverkið á næstu vikum.

Hver mun leika kónginn?
Hver mun leika kónginn?
Ansel Elgort.
Ansel Elgort. AFP
Aaron Taylor-Johnson.
Aaron Taylor-Johnson. skjáskot/Instagram
Miles Teller.
Miles Teller. AFP
Austin Butler.
Austin Butler. AFP
Harry Styles.
Harry Styles. mnl/afp
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar