Eurovision ekki í Amsterdam

Duncan Laurence, fulltrúi Hollands, fagnar sigri í Eurovision í Tel …
Duncan Laurence, fulltrúi Hollands, fagnar sigri í Eurovision í Tel Aviv í maí. AFP

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður ekki haldin í Amsterdam, höfuðborg Hollands, að ári. Frá þessu greinir ESC Today, fréttasíða Eurovision-aðdáenda.

Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, greindi frá þessu fyrir helgi en ástæðan er sú að þeir þrír tónleikastaðir sem komu til greina í borginni eru allir uppbókaðir fyrstu vikurnar í maí þegar til stendur að halda keppnina. Ekki reyndist unnt að aflýsa eða umbóka þá viðburði og því hefur borgin dregið sig út úr umsóknarferlinu.

Tónleikahöllin, sem verður fyrir valinu, þarf að vera laus í um átta vikur samfleytt kringum keppnina svo tæknimenn geti komið upp búnaði, hægt sé að umbreyta sviðinu, og flytjendur geti æft sig þar áður en þeir stíga á stokk.

Eurovision verður engu að síður haldin í Hollandi, venju samkvæmt, en fulltrúi Hollands fór með sigur af hólmi í keppninni nú í maí með laginu Arcade. Fimm borgir bítast nú um að hreppa hnossið og verða gestgjafar næstu keppni: Rotterdam, Utrecht, Den Bosch, Arnhem og Maastricht.

Þykir Rotterdam borga líklegust til að hreppa útnefninguna en héraðsstjórn Suður-Hollands hefur heitið einnar milljónar evra framlagi til undirbúnings keppninnar verði hún haldin þar.

Búist er við að ákvörðun um staðsetningu keppninnar verði tekin í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka