Fjölmiðlastjarnan Ryan Seacrest er sagður vera kominn með nýja kærustu og er hún 20 árum yngri en hann sjálfur. The Sun greinir frá því að sú heppna sé hin 24 ára gamla Larisa Schot. Schot hefur unnið sér það til frægðar að hafa tekið þátt í The America Next Top Model.
Parið var gripið glóðvolgt við sjóinn í Suður-Frakklandi í júní. Ef marka má myndir sem The Sun birti af þeim eru þau meira en bara vinir en þar mátti meðal annars sjá þau kyssast. Virtist 20 ára aldursmunurinn á fyrirsætunni og hinum 44 ára gamla fjölmiðlamanni ekki trufla þau.
Ekki er langt síðan Seacrest hætti með fyrrverandi kærustu sinni. Eftir áramót bárust þær fréttir að hann væri hættur með kærustu sinni Shaynu Taylor sem er 27 ára.
View this post on InstagramCouldn’t of asked for anything more. 🍷
A post shared by Larry (@larissa.schot) on Jun 20, 2019 at 11:47am PDT