Hvað var Shayk að gefa í skyn?

Irina Shayk og Bradley Cooper á Golden Globe-hátíðinni í janúar.
Irina Shayk og Bradley Cooper á Golden Globe-hátíðinni í janúar. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Irina Shayk hefur verið dugleg að sýna á Instagram hversu upptekin hún hefur verið eftir að greint var frá sambandsslitum hennar og Bradley Cooper í júní. Á dögunum reyndu aðdáendur hennar að greina hvaða skilaboð Shayk væri að senda Cooper þegar hún birti mynd af sér frá þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í síðustu viku. 

„Gleðilegan fjórða,“ skrifaði Shayk við mynd þar sem hún stillti sér upp við vatn í stuttbuxum og stuttri skyrtu. 

Aðdáendur hennar vilja þó sumir meina að hún hafi verið að lýsa yfir sjálfstæði eftir sambandsslitin. Má sjá athugasemdir á borð við „frelsi“ og „loksins frjáls og hamingjusöm“.

Shayk er sögð hafa átt frumkvæði að sambandsslitunum en hún þurfti að sætta sig við slúður um meint ástarsamband barnsföður síns og Lady Gaga í kjölfar þess að Cooper og Gaga komu fram saman á Óskarnum fyrr í ár. 

View this post on Instagram

Happy 4 Th ⛱

A post shared by irinashayk (@irinashayk) on Jul 4, 2019 at 5:27pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka