Tónlistarmaðurinn Heiðrún Anna Björnsdóttir hefur sent frá sér lagið I Still Remember. Sjálf samdi hún lagið og textann en myndbandið var pródúserað af Lucien Caine. Í myndbandinu leikur Heiðrún Anna á alsoddi og er mikið lagt í heildarmyndina.
„Lagið fjallar um óklárað samband og uppgjör,“ segir Heiðrún Anna í samtali við mbl.is.
Í myndbandinu leika þau sér með atriði úr klassískum bíómyndum. Í myndbandinu má sjá 69 árgerð af MG sem Heiðrún Anna leigði af manni sem býr í Wales, en hann er búinn að eiga bílinn og nostra við hann í 46 ár.
Hvað um fötin? Hvaðan koma þau?
„Fötin fékk ég að láni hjá Lucy vinkonu minni sem rekur fataverslun í London. Um er að ræða buxur og skyrtu frá danska hönnuðinum Stine Goya og svo var ég í skóm frá Golden Goose,“ segir hún.