Clooney á leið til Íslands

Clooney ásamt eiginkonu sinni, lögrfæðingnum Amal.
Clooney ásamt eiginkonu sinni, lögrfæðingnum Amal. TIZIANA FABI

Bandaríski leikarinn George Clooney er væntanlegur til landsins í haust vegna kvikmyndar sem hann hyggst leikstýra og leika aðalhlutverkið í. Myndin er framleidd af streymisveitunni Netflix og verður byggð á bókinni Good Morning Midnight. 

Fullyrt er á vefnum Backstage, sem er vefur sem auglýsir atvinnutækifæri fyrir leikara og listafólk, að tökur á mynd Clooney fari fram bæði á Íslandi og í Bretlandi og er reiknað með því að þær hefjist í október. 

Skáldsagan Good Morning Midnight er eftir bandaríska höfundinn Lily Brooks-Dalton. Sagan gerist eftir að siðmenning hefur að mestu lagst af og fjallar um tvo eftirlifendur sem reyna að halda sambandi til að hjálpast að við að ná áttum í því sem hefur gerst. 

Annar eftirlifandinn er vísindamaður sem er fastur á heimskautinu og hinn er geimfari, fastur í geimskipinu Aether. Reyna þeir að komast af og vinna saman að áætlun til að finna fleiri eftirlifendur. 

Clooney er einn allra vinsælasti leikari og mannúðarvinur í Hollywood. Hefur hann meðal annars unnið til tvennra Óskarsverðlauna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan