Austin Butler verður Elvis Presley

Það er ekki leiðum að líkjast.
Það er ekki leiðum að líkjast. skjáskot/Instagram

Leikarinn Austin Butler hefur verið valinn í hlutverk Elvis Presley í ævisögumynd sem fjallar um ævi Presley. 

Warner Bros sendu frá sér tilkynningu þess efnis í gær að hinn 27 ára gamli leikari hafi verið valinn í hlutverkið. Valið stóð á milli Butlers og fjögurra annarra leikara, þeirra Ansel Elgort, Harry Styles, Aaron Taylor-Johnson og Miles Teller.

View this post on Instagram

“You have made my life complete, and I love you so”

A post shared by Austin Butler (@austinbutler) on Jul 15, 2019 at 12:00pm PDT

Baz Luhrman leikstýrir kvikmyndinni. Hann sagði í tilkynningunni að hann hafi ekki að ætlað að gera þessa mynd nema að hann fyndi hina fullkomnu leikara í öll hlutverk.

Í ævisögumyndinni verður hið flókna líf Elvis Presley skoðað og samband hans við umboðsmanninn Colonel Tom Parker. Stórleikarinn Tom Hanks mun túlka persónu umboðsmannsins.

Butler hefur aðeins reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu en hann fór með hlutverk í kvikmyndinni The Dead Don't Die og fer einnig með hlutverk í væntanlegri mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time In Hollywood.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar