Austin Butler verður Elvis Presley

Það er ekki leiðum að líkjast.
Það er ekki leiðum að líkjast. skjáskot/Instagram

Leikarinn Austin Butler hefur verið valinn í hlutverk Elvis Presley í ævisögumynd sem fjallar um ævi Presley. 

Warner Bros sendu frá sér tilkynningu þess efnis í gær að hinn 27 ára gamli leikari hafi verið valinn í hlutverkið. Valið stóð á milli Butlers og fjögurra annarra leikara, þeirra Ansel Elgort, Harry Styles, Aaron Taylor-Johnson og Miles Teller.

View this post on Instagram

“You have made my life complete, and I love you so”

A post shared by Austin Butler (@austinbutler) on Jul 15, 2019 at 12:00pm PDT

Baz Luhrman leikstýrir kvikmyndinni. Hann sagði í tilkynningunni að hann hafi ekki að ætlað að gera þessa mynd nema að hann fyndi hina fullkomnu leikara í öll hlutverk.

Í ævisögumyndinni verður hið flókna líf Elvis Presley skoðað og samband hans við umboðsmanninn Colonel Tom Parker. Stórleikarinn Tom Hanks mun túlka persónu umboðsmannsins.

Butler hefur aðeins reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu en hann fór með hlutverk í kvikmyndinni The Dead Don't Die og fer einnig með hlutverk í væntanlegri mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time In Hollywood.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir