Hildur tilnefnd til Emmy-verðlauna

Hildur Guðnadóttir.
Hildur Guðnadóttir.

Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl, sem sýnd var á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO nýverið og hefur notið mikilla vinsælda.

Nánar tiltekið er hún tilnefnd fyrir framúrskarandi frumsamda tónlist í öðrum þætti þáttaraðarinnar, sem samtals telur fimm þætti.

Þáttaröðin Game of Thrones setti met en lokaþáttaröðin hlýtur 32 tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, og hafa þættirnir vinsælu nú alls hlotið 161 tilnefningu.

The Marvelous Mrs. Maisel hlýtur 20 tilnefningar og Chernobyl 19 samtals. Emmy-verðlaun­in verða veitt 22. sept­em­ber og verða þá af­hent í 71. skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir