Fyrirsætan Kendall Jenner hefur bara verið með 2 tveimur NBA-leikmönnum ef marka má nýjasta tíst hennar. Jenner svaraði rógburði um sjálfa sig þar sem Twitter-notandi hafði tekið saman þá fimm NBA-leikmenn sem hún á að hafa verið með. Hún leiðrétti það og sagðist aðeins hafa verið með tveimur leikmönnum af fimm.
2 out of 5 accurate, thanks https://t.co/I4SUF11sVN
— Kendall (@KendallJenner) July 16, 2019
Þær Kardashian/Jenner systur eru oft á milli tannanna á fólki, ekki síst á samfélagsmiðlum. Þær systur svara ekki oft rógburði um sjálfar sig á samfélagsmiðlum en í þetta skiptið virðist Kendall Jenner ekki hafa staðist mátið.
Nýlega bárust fréttir af því að hún hafi eytt þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna með körfuboltamanninum Kyle Kuzma. Hún hrakti þó þær sögusagnir að þau væru í sambandi fljótlega.
Jenner var í sambandi með leikmanninum Blake Griffin þegar hann var í NBA-liðinu Los Angeles Clippes árið 2017. Þegar hann skipti um lið slitnaði upp úr sambandi þeirra. Hún var einnig í sambandi með leikmanni Philadelphia 76ers Ben Simmons. Hún staðfesti í febrúar síðastliðnum að hún og Simmons væru í sambandi. Slitnaði upp úr sambandi þeirra í maí síðastliðnum.
Jenner hefur sagt í viðtölum gegnum árin að hún sé ekki hrifin af því að deila ástarsamböndum sínum með umheiminum. Hún segir að það setji auka pressu á samböndin og að hún sé ekki tilbúin til þess að vera í þannig sambandi.