Ræddi við Kanye um A$AP Rocky

Trump segist hafa verið að ræða við Kanye West um …
Trump segist hafa verið að ræða við Kanye West um A$AP Rocky og að hann ætli sér að hringja í Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til þess að ræða mál rapparans. AFP

„Var að ræða við @kanyewest um fangelsun vinar hans A$AP Rocky. Ég mun hringja í hinn mjög svo hæfileikaríka forsætisráðherra Svíþjóðar til þess að sjá hvað við getum gert til þess að hjálpa A$AP Rocky. Margir vilja sjá þetta mál leysast!“

Svo hljóðar tíst frá Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn Twitter fyrr í kvöld. Hann segist þannig ætla að hringja í Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til þess að reyna að liðka fyrir því að bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem grunaður er um líkamsárás í miðborg Stokkhólms 5. júlí síðastliðinn, verði leystur úr haldi.

Sjá má myndband af líkamsárásinni sem A$AP Rocky er grunaður um á vef Aftonbladet, en samkvæmt úrskurði dómstóls í Stokkhólmi geta yfirvöld í Svíþjóð haldið Rocky, sem réttu nafni heitir Rakim Mayers, vegna rannsóknarhagsmuna í sex daga til viðbótar.

Margir hafa mótmælt þessu, meðal annars stjörnuparið Kanye West og Kim Kardashian, Justin Bieber og svo auðvitað aðdáendur rapparans um víða veröld, sem sakað hafa sænska lögreglu og dómskerfið um rasisma og mannréttindabrot.

„Ekki meiri Svíþjóð fyrir mig, aldrei,“ sagði rapparinn Tyler, the Creator, á Twitter, einn fjölmargra til þess að gagnrýna Svía fyrir meinta illa meðferð á rapparanum kunna.

A$AP Rocky hefur verið í sænskum fangaklefa frá 5. júlí, …
A$AP Rocky hefur verið í sænskum fangaklefa frá 5. júlí, grunaður um líkamsárás í miðborg Stokkhólms ásamt tveimur öðrum. AFP

Yfir 600.000 manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftalista á netinu þar sem þess er krafist að rapparanum verði sleppt úr haldi, úr „hræðilegum“ og „óheilbrigðum“ aðstæðum og einangrunarvist. Ásakanir um slæma meðferð rapparans hafa hrannast upp og sænskir embættismenn hafa haft í nógu að snúast við að vísa því á bug og árétta að óvíða væri aðbúnaður fanga betri en í Svíþjóð.

Karin Olofsdotter, sendiherra Svía í Bandaríkjunum, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af „misskilningi“ sem hefði orðið til vegna málsins. „Við erum með sanngjarnt og réttlátt réttarkerfi,“ sagði hún.

Þá hefur Henrik Olsson Lilja, verjandi Rocky, rætt við sænska fjölmiðla og sagt að komið sé fram við Rocky á sanngjarnan hátt.

Frétt New York Times um mál Rocky frá því í dag

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar