A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás

A$AP Rocky hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og bíður réttarhalda …
A$AP Rocky hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og bíður réttarhalda í Svíþjóð. AFP

Rapparinn A$AP Rocky sem hefur setið í fangelsi í Svíþjóð síðan 3. júlí grunaður um líkamsárás hefur nú verið ákærður fyrir hana að því er fram kemur á vef Guardian. Ef hann verður fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að 2 ár. 

Daniel Suneson, saksóknarinn í málinu, sagði í tilkynningu að rapparinn hafi verið ákærður ásamt tveimur mönnum sem eru í slagtogi með honum þrátt fyrir að þeir beri fyrir sig að þeir hafi verið í sjálfsvörn. 

Rocky, sem réttu nafni heitir Rakim Mayers, er grunaður um að líkamsárás þann 30. júní síðastliðinn í Stokkhólmi áður en hann kom fram á tónlistarhátíð. Atvikið náðist á myndbandsupptöku og birti Aftonbladet það á vef sínum. 

Á myndbandsupptökunni má sjá rapparann henda manni í götuna og ráðast á hann ásamt samferðamönnum sínum. Hann birti sjálfur myndband á Instagram-síðu sinni þar sem má sjá mennina tvo, sem þeir síðar réðust á, elta hann. Annar mannanna virðist svo ögra öryggisverði Rocky með því að henda heyrnatólum í hann.

Suneson sagði einnig í tilkynningunni að hann hafi haft aðgang að fleiri gögnum en þeim myndböndum sem hafi farið í dreifingu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Sakborningarnir þrír verða í haldi fram að réttarhöldunum, en dagsetning á þeim verður gefin út síðar.

Mál Rocky hefur vakið athygli og hafa mörg þekkt nöfn í Hollywood fordæmt fangelsisvist rapparans, þar á meðal Kim Kardashian og Kanye West. Donald Trump bandaríkjaforseti hefur einnig tjáð sig um málið á Twitter þar sem hann greindi frá því að hann hafi rætt við bæði Kanye West og forsætisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven. 

Löfven sagði í viðtali við SVT að allir væru jafnir undir sænskum lögum og að það eigi einnig við um gesti frá öðrum löndum. 

Þá hefur fjöldi manns einnig skrifað undir undirskriftarlista þess efnis að rapparinn verði látinn laus úr haldi lögreglu. Sænsk fangelsismálayfirvöld hafa haft í nógu að snúast að vísa ásökunum á bug um að rapparinn sé í „hræðilegum“ og „óheilbrigðum“ aðstæðum.

Rapparinn A$AP Rocky er grunaður um að hafa gengið í …
Rapparinn A$AP Rocky er grunaður um að hafa gengið í skrokk á tveimur mönnum 30. júní síðastliðinn í Stokkhólmi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan