Trump ósáttur við aðgerðaleysi Löfven

Trump er ósáttur með að Stefan Löfven hafi ekki beitt …
Trump er ósáttur með að Stefan Löfven hafi ekki beitt sér í máli rapparans A$AP Rocky. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir í nýrri færslu á Twitter að Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið honum og samfélagi svartra í Bandaríkjunum vonbrigðum þar sem hann hafi ekki beitt sér fyrir lausn rapparans A$AP Rocky. 

Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn 3. júlí fyrir meinta líkamsárás og hefur setið í fangelsi síðan. Í gær var staðfest að hann og samferðamenn hans verði ákærðir fyrir líkamsárásina.

Trump hefur áður tjáð sig um málið á Twitter og greindi þar meðal annars frá að hann hafi átt símafund með Löfven um málið. Þá kallaði hann Löfven hæfileikaríkan, en nú virðist Trump hafa misst trúna á sænska forsætisráðherrann.

Meint líkamsárás sem A$AP er ákærður fyrir náðist á myndband og hefur því verið dreift á netinu. Trump segir að hann hafi séð myndbandið og það sanni sakleysi rapparans. Hann óskar eftir jafnrétti fyrir Bandaríkjamenn. 

„FRELSIÐ A$AP Rocky. Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð, en svo virðist að það virki ekki á báða bóga. Svíþjóð ætti að einbeita sér að raunverulegum glæpavandamálum sínum!“ skrifar Trump í annarri færslu á Twitter. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar