Trump ósáttur við aðgerðaleysi Löfven

Trump er ósáttur með að Stefan Löfven hafi ekki beitt …
Trump er ósáttur með að Stefan Löfven hafi ekki beitt sér í máli rapparans A$AP Rocky. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir í nýrri færslu á Twitter að Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið honum og samfélagi svartra í Bandaríkjunum vonbrigðum þar sem hann hafi ekki beitt sér fyrir lausn rapparans A$AP Rocky. 

Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn 3. júlí fyrir meinta líkamsárás og hefur setið í fangelsi síðan. Í gær var staðfest að hann og samferðamenn hans verði ákærðir fyrir líkamsárásina.

Trump hefur áður tjáð sig um málið á Twitter og greindi þar meðal annars frá að hann hafi átt símafund með Löfven um málið. Þá kallaði hann Löfven hæfileikaríkan, en nú virðist Trump hafa misst trúna á sænska forsætisráðherrann.

Meint líkamsárás sem A$AP er ákærður fyrir náðist á myndband og hefur því verið dreift á netinu. Trump segir að hann hafi séð myndbandið og það sanni sakleysi rapparans. Hann óskar eftir jafnrétti fyrir Bandaríkjamenn. 

„FRELSIÐ A$AP Rocky. Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð, en svo virðist að það virki ekki á báða bóga. Svíþjóð ætti að einbeita sér að raunverulegum glæpavandamálum sínum!“ skrifar Trump í annarri færslu á Twitter. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir