Birgitta Haukdal innblástur fyrir Eurovision-myndina?

Er Birgitta Haukdal innblásturinn fyrir kvikmynd Will Ferrell?
Er Birgitta Haukdal innblásturinn fyrir kvikmynd Will Ferrell? mbl.is/kristinn

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Eurovision-kvikmynd leikarans Will Ferrell verða tekin að hluta til upp á Húsavík. Þá mun sagan fjalla um unga stúlku frá smábæ á Íslandi sem keppir í Eurovision-söngkeppninni. 

Við þennan söguþráð kannast eflaust margir því tónlistarkonan Birgitta Haukdal er einmitt frá Húsavík en hún tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2003 og lenti í 8. sæti. Birgittu ættu því flestir að kannast við en hún var líka söngkona hljómsveitarinnar Írafár.

Fetar Rachel McAdams í fótspor Birgittu Haukdal?
Fetar Rachel McAdams í fótspor Birgittu Haukdal? AFP

Heimildir mbl.is herma að tökulið og leikarar muni eyða nokkrum vikum á Húsavík nú í haust. Kvikmyndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Tökur munu þó að mestu leyti fara fram í Pinewood-stúdíóinu í London á Bretlandi. 

Með aðalhlutverk í myndinni fer stórleikkonan Rachel McAdams, en Will Ferrell mun einnig leika í myndinni. Heimildir Vísis herma að íslensku leikararnir Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson og Hannes Óli Ágústsson muni fara með hlutverk í myndinni. Jóhannes Haukur Jóhannesson er eini íslenski leikarinn sem er tilgreindur á IMDb-síðu myndarinnar.

Will Ferrell fer ekki aðeins með hlutverk í myndinni, heldur hefur hann einnig komið að handritsgerð og framleiðslu myndarinnar. Hann er mikill aðdáandi keppninnar og var staddur í Ísrael í vor. 

Will Ferrell kemur hingað til lands í haust.
Will Ferrell kemur hingað til lands í haust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan