Aðdáendasvæði Sheeran opið öllum

Ed Sheeran byrjar svo að spila kl. 21:00 og gert …
Ed Sheeran byrjar svo að spila kl. 21:00 og gert er ráð fyrir að tónleikum ljúki um 23:00. AFP

Tónleikar tónlistarmannsins Ed Sheeran fara fram í Laugardalnum um helgina og vinnur starfsfólk nú að því að gera dalinn tilbúinn til að taka á móti þeim tugþúsundum gesta sem sem eiga miða á tónleikana. Dagskráin hefst formlega kl. 12 á hádegi þegar aðdáendasvæðið í Laugardalshöll verður opnað, en það verður líka opið þeim sem ekki eru með miða.

Búið verður að koma fyrir borðum og bekkjum fyrir utan Laugardalhöll og fer þar fram sala á mat og drykk, auk þess sem Ed Sheeran, Glowie og Zöru Larsson varningur verður til sölu.

Hoppukastali verður einnig á svæðinu fyrir börnin, DJ Danni Deluxe mun þeyta skífum og enski boltinn verður sýndur á risaskjá í beinni útsendingu fyrir tónleikana 10. ágúst. Aðdáendasvæðið verður opið til kl. 01:00.

Sætaferðir hefjast frá Kringlunni kl. 15:30 og standa yfir til a.m.k. 22.00. Farið verður með gesti á Laugardalsvöll á u.þ.b. 20 mínútna fresti. Eftir tónleikana verður svo keyrt frá Laugardalsvelli að Kringlu þangað til að allir gestir eru komnir til baka upp í Kringlu.

Laugardalsvöllurinn sjálfur opnar fyrir tónleikagesti kl. 16.00 og verður veitingasala á staðnum. Takmarkanir verða á því hvað má taka með sér inn á völlinn og eru til aðmynda allir hlutir sem geta valdið skaða eða tjóni bannaðir inni á tónleikasvæðinu.

Nafnabreytingar bannaðar eftir 12 á föstudag

Íslenska tónlistarkonan Glowie stígur fyrst á svið kl. 18:00, á eftir henni tekur hin sænska Zara Larsson kemur við kl. 18:45 og trúbadorinn James Bay mun svo ljúka upphituninni er hann fer á sviðið kl. 19:45.

Ed Sheeran sjálfur byrjar svo að spila kl. 21:00 og gert er ráð fyrir að tónleikum ljúki um 23:00.

Fram kemur í tilkynningu frá Senu að nafnabreytingar á miðapöntunum verða ekki leyfðar eftir kl. 12:00 föstudaginn 9. ágúst. Mikið álag er þessa dagana á Tix miðasölu og í Ed Sheeran búðinni í Kringlunni og er fólk því beðið um að sýna biðlund og skilning.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan