Óperuhúsið í L.A. rannsakar ásakanirnar

Ferill Domingo hefur verið afar farsæll, ekki síst sem einn …
Ferill Domingo hefur verið afar farsæll, ekki síst sem einn af tenórunum þremur en í seinni tíð hefur hann gegnt stöðu aðalframkvæmdastjóra óperuhússins í Los Angeles. AFP

Óperuhúsið í Los Angeles hyggst rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur óperusöngvaranum Placido Domingo. 

Níu konur hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni sem þær sættu um áratugaskeið af hálfu óperusöngvarans. 

Domingo er einn virtasti og valdamesti söngvari óperuheimsins. Ferill hans hefur verið afar farsæll, ekki síst sem einn af tenórunum þremur en í seinni tíð hefur hann gegnt stöðu aðalframkvæmdastjóra óperuhússins í Los Angeles. 

Fram kemur í tilkynningu frá óperuhúsinu að leitað verði til utanaðkomandi ráðgjafa við rannsókn á ásökununum. 

AP-frétta­veit­an grein­di frá ásökunum kvennanna fyrr í dag. Rætt er við átta söng­kon­ur og einn dans­ara sem saka Dom­ingo um áreitni. At­vik­in sem um ræðir áttu sér stað yfir um þriggja ára­tuga skeið allt frá upp­hafi ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Seg­ir AP hegðun söngv­ar­ans hafa verið vel þekkt leynd­ar­mál inn­an óperu­heims­ins.

Ekki kemur fram í tilkynningu óperuhússins hvort Domingo muni áfram gegna stöðu aðalframkvæmdastjóra við óperuhúsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup