Brúðkaup Sólrúnar og Frans í beinni

Sólrún Diego gekk í hjónaband í gær.
Sólrún Diego gekk í hjónaband í gær.

Hreingerningasnapparinn, Sólrún Diego, gekk að eiga kærasta sinn, Frans Veigar Garðarsson, í gær við hátíðlega athöfn í Háteigskirkju. Sólrún bannaði allar myndatökur en fólk sem er á Instagram gat þó fylgst með brúðkaupinu í beinni útsendingu. 

Í brúðkaupinu var hugsað út í hvert smáatriði. Inni á baðherbergi kvenna voru til dæmis túrtappar, dömubindi, myntutöflur, eyrnapinnar, verkjalyf og hárlakk fyrir gestina og þess gætt að ekkert gæti stöðvað gleðina. 

Borðskreytingar voru látlausar, hvítar rósir og brúðarslör í aðalhlutverki og skreytingin höfð á miðju hringborði og svo var skreytt með kertum í glærum kertastjökum í kring. 

Á matseðlinum var rautt kjöt, Béarnaise-sósa og grænmeti og voru drykkirnir hvítvín, rauðvín og freyðivín. 

Í eftirrétt var súkkulaðiterta á fjórum hæðum með ljósu smjörkremi sem skreytt var með hvítum blómum. 

Friðrik Dór skemmti í brúðkaupinu og svo kom að því að hann tók lagið Skál fyrir þér og þá stigu brúðhjónin fram og tóku brúðarvalsinn undir þeim ljúfu tónum. Svo tók Dj Dóra Júlía við stjórninni og spilaði Spicegirls og fleiri smelli sem koma öllum í stuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg