Fjölmiðlastjarnan Ryan Seacrest er byrjaður aftur með fyrrverandi kærustu sinni Shaynu Taylor, en þau sáust saman við strendur Ítalíu um helgina.
Seacrest og Taylor hættu saman fyrr á árinu eftir um 3 ára samband, en virðast hafa fundið ástina á ný. Sást til þeirra á snekkju fyrir utan Positano á Ítalíu þar sem Taylor aðstoðaði hann við að bera á sig sólarvörn. Síðan skelltu þau sér í sjóinn og fóru svo í sundlaugina á þilfari snekkjunnar.
Nýlega sást þó til Seacrest í sjónum við strendur Frakklands í sumar með fyrisætunni Larisu Schout en hún er um 20 árum yngri en Seacrest.