Cressida Bonas, fyrrverandi kærasta Harry Bretaprins, trúlofaðist nýlega kærasta sínum Harry Wentworth-Stanley. Bonas var í sambandi með prinsinum í tvö ár, frá 2012 til 2014. Nú er hún komin með nýjan Harry, sem ekki er konungborinn.
Bonas hafði farið á stefnumót með Wentworth-Stanley áður en hún kynntist Harry Bretaprinsi. Þegar slitnaði svo upp úr sambandi hennar og prinsins fundu þau Wentworth-Stanley ástina á ný. Nú eru þau trúlofuð, en Wentworth-Stanley tilkynnti um trúlofunina í færslu á Instagram.
Bonas og Harry Bretaprins skildu á góðum nótum, en henni ásamt fleiri fyrrverandi kærustum hans var boðið í brúðkaup hans og Meghan hertogaynju í maí í fyrra.
View this post on InstagramA post shared by Harry Wentworth-Stanley (@harrywent) on Aug 18, 2019 at 2:05pm PDT