Game of Thrones-stjarna kýs íslenskt

Maisie Williams leikur Arya Stark í Game of Thrones.
Maisie Williams leikur Arya Stark í Game of Thrones. mbl.is/AFP

Game of Thrones-leikkonan Maisie Williams sem leikur Aryu Stark í Game of Thrones sást í úlpu frá íslenska merkinu 66°Norður þegar lokaþáttaröðin var tekin upp. Aðdáandi Kit Haringtons deildi nýverið myndbandi af Williams í úlpunni sem er af gerðinni Jökla Parka. 

Aðdáandinn heldur úti skemmtilegri aðdáendasíðu undir nafni Haringtons en Harington leikur John Snow í þáttunum. Birtist Williams í úlpunni þar sem hún var að æfa atriði fyrir tökur. Er aðdáandinn búinn að klippa saman æfingaatriði þar sem Williams er í úlpunni við atriði sem birtist í þáttunum en þar er hún að sjálfsögðu í Game of Thrones-búningi sínum. 

Önnur Game of Thrones-stjarna, Emilie Clarke, hefur einnig sést í í Jökla Parka en ljóst er að þær hafa fengið sér eins úlpur þegar þær voru við tökur hér Íslandi.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Williams í úlpunni. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney