Í fyrra komst Björn Bragi Arnarsson grínisti í fréttir þegar hann var ásakaður um að hafa farið yfir mörk stúlku. Myndband af atburðinum fór á netið og varð mikið hitamál. Björn Bragi segir að þetta hafi tekið á og segist hafa íhugað að flytja úr landi.
Nú er hann hins vegar að byrja með uppistand í Gamla bíó þar sem farið verður yfir þennan kafla í lífinu ásamt fleiru. Hann sagði frá þessu á Instagram í gærkvöldi.
View this post on InstagramA post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on Aug 21, 2019 at 2:08pm PDT