Þurftu armband inn í brúðkaup Sólrúnar

Sólrún Diego gekk í það heilaga 17. ágúst.
Sólrún Diego gekk í það heilaga 17. ágúst.

Brúðkaupsgestir Sólrúnar Diego og Frans þurftu að vera með armband til þess að komast inn í athöfnina og brúðkaupsveisluna. Sólrún og Frans giftu sig 17. ágúst í Háteigskirkju og var veislan haldin á Grand hóteli. 

Sólrún gerði upp brúðkaupið ásamt vinkonu sinni Camillu Rut í nýjasta hlaðvarpsþætti þeirra Bara við. Þær vinkonurnar segjast hafa lært margt af því þegar Camilla Rut giftist eiginmanni sínum fyrir tveimur og hálfu ári og var það meðal annars ástæðan af hverju Sólrún vildi ekki sýna mikið frá brúðkaupsundirbúningnum eða greina frá brúðkaupsdeginum opinberlega.

Camilla var mjög opin með allt ferlið á samfélagsmiðlum þegar hún gifti sig og segir að fylgjendur hennar hafi legið á gluggunum þegar þau skreyttu salinn. Þá tafðist hún einnig við að fara inn í sína eigin veislu, vegna þess að aðdáendur hennar vildu myndir með henni fyrir utan salinn.

Sólrún segist ekki hafa viljað lenda í því sama og Camilla og því hafi mikil leynd ríkt yfir brúðkaupinu. Þau hafi einnig ákveðið að hafa öryggisgæslu og armbönd til þess að forðast leiðinlegar uppákomur. 

Hin nýgiftu hjón eru nú komin til Mexíkó í brúðkaupsferð, en þau stoppuðu einnig í tvo daga í New York á leiðinni þangað.

View this post on Instagram

A post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on Aug 25, 2019 at 8:11am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup