Mama June flutt í húsbíl

Mama June ásamt dóttur sinni Honey BooBoo.
Mama June ásamt dóttur sinni Honey BooBoo. skjáskot/The Sun

Raunveruleikaþáttastjarnan Mama June virðist ekkert gera til þess að fá yngstu dóttur sína, Honey Boo Boo aftur þar sem hún er nú flutt úr húsi sínu í Hampton í Georgia-ríki í Bandaríkjunum. 

Nágrannar Mama June, sem réttu nafni heitir Shannon June, hafa kvartað vegna ástands hússins síðustu vikur. June hefur leyft rusli að safnast fyrir í kringum húsið og einn gluggi er brotinn. 

Samkvæmt heimildum TMZ hefur June yfirgefið húsið og keypt húsbíl ásamt kærasta sínum Geno. Þau hafa verið í mikilli óreglu síðustu mánuði og flutti hin 13 ára gamla Honey Boo Boo, sem réttu nafni heitir Alana, út frá móður sinni og kærastanum hennar. Hún býr nú hjá eldri systur sinni, Pumpkin. 

June og Geno bíða bæði eftir því að dómari taki mál þeirra fyrir, en þau voru tekin fyrir vörslu á fíkniefnum í mars síðastliðinn. Honey Boo Boo hefur sagt að hún ætli ekki að flytja heim fyrr en móðir hennar fari í meðferð og hætti með Geno.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar