Ed Sheeran kominn í 18 mánaða frí

Sheeran spilaði hér á Íslandi fyrr í ágúst.
Sheeran spilaði hér á Íslandi fyrr í ágúst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsvinurinn Ed Sheeran sagði á síðustu tónleikum sínum í Ipswich að hann væri kominn í alla vega 18 mánaða frí frá tónleikum. 

Sheeran hefur verið á tónleikaferðalagi í yfir 2 ár samfleytt og virðist því eðlilega vera orðinn þreyttur á ferðalaginu. Hann hefur komið víða við á tónleikaferðalagi sínu, í Ástralíu, Bandaríkjunum, á Íslandi og endaði svo á að spila í heimabæ sínum Ipswich á Bretlandi. 

„Þau sögðu mér áður en ég kom hingað að ég hafi spilað fyrir 9 milljónir manns um heim allan. Það er stærsta tónleikaferðalag í heimi. Þetta hefur verið tilfinningaþrunginn dagur fyrir fullt af fólki baksviðs,“ sagði tónlistarmaðurinn. 

Hann bætti við að þetta ferli væri eins og að hætta með kærustu sem maður hefur verið með í mörg ár. „Það hljómar skringilega en þetta hefur verið langt ferðalag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir