Netflix frumsýnir mynd um Panamaskjölin

Meryl Streep fer með hlutverk blaðamanns í kvikmyndinni.
Meryl Streep fer með hlutverk blaðamanns í kvikmyndinni. mbl.is/AFP

Á sunnudag verður frumsýnd kvikmynd um Panamaskjölin á Netflix. Kvikmyndin ber nafnið The Laundromat og er stjörnum prýdd en Meryl Streep, Gary Oldman og Antonio Banderas fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni. 

Lögmannsstofan Mossack Fonseca verður til umfjöllunar í myndinni, en hún komst í fréttir árið 2016 þegar Panamaskjölin voru birt. Streep fer með hlutverk blaðamanns sem fær veður af skjölunum og kemur því í kring að birta þau. David Schwimmer, Jeffrey Wright, Robert Patrick og Sharon Stone fara einnig með hlutverk í kvikmyndinni.

Kvikmyndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og síðar í september fer hún í kvikmyndahús. Hún verður svo aðgengileg á streymisveitu Netflix 18. október.

Steven Soderbergh leikstýrir kvikmyndinni en handrit hennar byggir á bókinni Secrecy World: Inside the Panama Papers Investigation of Illicit Money Networks and the Global Elite eftir Jake Bernstein sem kom út árið 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir