Björgvin nældi í fallegustu konu Noregs

Mona og Björgvin er sæl í Noregi.
Mona og Björgvin er sæl í Noregi. skjáskot/Instagram

Íslendingurinn Björgvin Þorsteinsson fer mikinn í norskum slúðurblöðum þessi misserin en hann er á leið upp að altarinu með norsku fegurðardrottningunni Monu Grudt. Grudt er meðal annars þekkt í Noregi fyrir að vera eina norska konan sem hefur unnið titilinn Miss Universe en það var árið 1990.

Grudt hefur ekki verið feimin við tjá sig um ást sína á Björgvini í fjölmiðlum en parið býr í Þrándheimi. Grudt greindi frá því á Instagram í apríl að Björgvin hefði beðið sín og hún sagt já. Norska stjarnan veit eitt og annað um brúðkaup, hefur verið gift tvisvar áður auk þess sem hún er með brúðkaupstöð á Youtube.   

Fyrrverandi fegurðardrottningin deildi nýlega nýjum upplýsingum með norsku þjóðinni varðandi brúðkaupið að því fram kemur á vef Séð og heyrt í Noregi. Grudt segir að brúðkaupið verði lítið og notalegt með fjölskyldu og vinum. Hún segir þau bæði hafa verið gift áður og það sé ekki leyndarmál. Þrátt fyrir að vinna við brúðkaup er Grudt róleg þegar kemur að hennar eigin brúðkaupi, búin að finna brúðarkjól og allt að verða tilbúið. 

View this post on Instagram

Han spurte. Jeg svarte JA! 💍❤️ #engaged #bridetobe #love

A post shared by Mona Grudt (@mona_grudt) on Apr 7, 2019 at 12:45pm PDT



View this post on Instagram

Han spurte. Jeg svarte JA! 💍❤️ #engaged #bridetobe #love

A post shared by Mona Grudt (@mona_grudt) on Apr 7, 2019 at 12:45pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir