„Byrjaði að nota hörð fíkniefni 19 ára“

Justin Bieber byrjaði að nota hörð fíkniefni 19 ára gamall.
Justin Bieber byrjaði að nota hörð fíkniefni 19 ára gamall. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber segir í einlægri færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi byrjað að nota hörð fíkniefni þegar hann var aðeins 19 ára gamall. 

Í færslunni talar Bieber um erfiðleika þeirra sem verða frægir ungir líkt og hann var þegar hann reis upp á stjörnuhimininn. Hæðir og lægðir skemmtanabransans hafi ýtt honum út fíkniefnaneyslu og hann hafi misnotað öll sín sambönd og ekki virt konur.

„Ég ólst ekki upp við stöðugar aðstæður, foreldrar mínir voru 18 ára þegar ég fæddist, ekki í sambandi og áttu engan pening, enn ung og uppreisnargjörn,“ segir Bieber. Hann segist hafa farið frá því að vera 13 ára unglingur í smábæ yfir í stórstjörnu á stuttum tíma. 

„Allir gerðu allt fyrir mig, svo ég lærði aldrei grunnatriði ábyrgðar. Á þessum tímapunkti var ég 18 ára og kunni ekki að gera neitt í hinum raunverulega heimi, með milljónir á bankareikningi og með aðgang að öllu sem mig langaði í,“ segir Bieber.

Hann segir að það hafi ekki verið góð staða og því hafi hann brennt margar brýr að baki sér. Það hafi tekið sig mörg ár að vinna sig út úr öllum sínum misgjörðum. „Sem betur fer gaf Guð mér frábært fólk sem elskar mig. Núna er ég að læra á besta tímabil lífs míns, „HJÓNABAND“! sem er frábær, klikkuð ný ábyrgð. Maður lærir þolinmæði, traust, skuldbindingu, vinsemd, auðmýkt og allt það sem gerir mann að góðum manni,“ sagði Bieber. 

View this post on Instagram

Hope you find time to read this it’s from my heart

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Sep 2, 2019 at 2:38pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir