Leita að fólki í netflixmynd Clooneys

Leikarinn og leikstjórinn George Clooney mun leikstýra mynd sem að …
Leikarinn og leikstjórinn George Clooney mun leikstýra mynd sem að hluta verður tekinn upp á Íslandi. AFP

Íslenska umboðsskrifstofan Eskimo Casting auglýsti í dag á facebooksíðu sinni eftir „alls konar fólki“ sem hefur áhuga á að vera aukaleikarar í mynd sem George Clooney leikstýrir og tekin verður upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

Auglýsingin hefur vakið töluverða athygli, enda ekki á hverjum degi sem tækifæri býðst til að leika fyrir Clooney. Auglýst er eftir fólki á aldinum 7-70 ára og vill skrifstofan sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn eða unglinga á aldrinum 7-17 ára sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki sé þá verra ef amma og afi séu áhugasöm líka.

Tökurnar hér á landi munu fara fram dagana 20. október til 7. nóvember í nágrenni Hafnar í Hornafirði og þurfa þeir sem sækja um að geta fengið sig lausa hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili.

„Okkur vantar bæði vana áhugaleikara og alls konar fólk án reynslu. Greiðsla fyrir þátttöku er að sjálfsögðu í boði og gæti verið tilvalin fjáröflun fyrir tómstundafélög eins og kóra, björgunarsveitir, skáta, ungliðasamtök og íþróttafélög svo eitthvað sé nefnt,“ segir í auglýsingunni og er fólk hvatt til að senda tölvupóst ásamt mynd, kennitölu og símanúmeri ásamt upplýsingum um starf, nám og leikreynslu sé hún fyrir hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir