Hjaltalín snýr aftur á Iceland Airwaves

Hjaltalín snýr aftur á Iceland Airwaves eftir 5 ára hlé.
Hjaltalín snýr aftur á Iceland Airwaves eftir 5 ára hlé. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenska hljómsveitin Hjaltlín mun koma fram á Iceland Airwaves í nóvember næstkomandi, en hún hefur ekki komið fram á hátíðinni í fimm ár. Yfir 50 atriði bættust við dagskrá tónlistarhátíðarinnar í dag en hún fer fram dagana 6.-9. nóvember næstkomandi.

Daði Freyr, Jói P og Króli, Cell7, Krabba Mane, GKR og Pétur Ben eru meðal þeirra íslensku atriða sem kynnt voru í dag. Indónesíska dúóið Stars and Rabbit og palestínski tónlistarmaðurinn Bushar Murad sem gaf út lag með Hatara munu einnig koma fram á hátíðinni ásamt Cautious Clay og Orville Peck.

Yfir 130 atriði frá 20 löndum koma fram á hátíðinni og er kynjahlutfallið jafnt annað árið í röð. Iceland Airwaves er einn stofnmeðlima Keychange-verkefnisins, en verkefnið er hannað til að auka sýnileika kventónlistarmanna í Evrópu og hófst árið 2017. Einn hluti verkefnisins er að tónlistarhátíðir heita því að ná jöfnu kynjahlutfalli fyrir árið 2022, en Iceland Airwaves var fyrst hátíða til að ná takmarkinu í fyrra.

„Við stóðum frammi fyrir algjöru lúxusvandamáli í ár eins og önnur ár, þar sem mjög breiður hópur fólks sækist eftir því að spila á hátíðinni,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, markaðsstjóri Iceland Airwaves og meðlimur í Keychange. „Það sem skiptir okkur öllu máli eru góðir listamenn og frábær sviðsframkoma. Það er mikið framboð af hæfileikaríku fólki bæði hér á Íslandi og erlendis og að ná jöfnum kynjahlutföllum var auðvelt mál,“ segir Anna Ásthildur.

Atriðin sem kynnt eru í dag slást í hópinn með böndum á borð við Of Monsters and Men, Mac DeMarco, Whitney, Shame, Vök, Hatara, Mammút, Orville Peck og John Grant.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir