Handtekinn fyrir að selja Mac Miller fíkniefni

Rapparinn Mac Miller lést í september í fyrra.
Rapparinn Mac Miller lést í september í fyrra. AFP

Maður í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að selja rapparanum Mac Miller fíkniefni. Rapparinn lést í september fyrra eftir að hafa tekið of stóran skammt. 

Lögreglan í Los Angeles í Kaliforníu segir að Miller hafi talið sig hafa keypt verkjalyfið oxycondone, en í raun hafi fentanyl verið blandað saman við töflurnar. Ópíóðalyfið fentanyl er fimmtíu sinnum sterkara en oxycondone og meðal annars gefið krabbameinsveikum. 

Maðurinn sem var handtekinn heitir Cameron James Petit og er 28 ára. Meðal gagna í málinu eru smáskilaboð sem Petit sendi eftir að rapparinn fannst látinn. Petit sendi vini sínum að hann myndi sennilega deyja í fangelsi. Ef Petit verður fundinn sekur getur hann búist við allt að 20 ára fangelsisdómi. 

Miller, sem hét Malcolm McCormick, var 26 ára þegar hann lést. Fentanyl, kókaín og alkóhól fundust í blóði Millers við krufningu og er talið að hann hafi óvart tekið of stóran skammt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup