Sígild en þó fersk og frumleg

Ída og Ingvar í hlutverkum sínum í Hvítum, hvítum degi.
Ída og Ingvar í hlutverkum sínum í Hvítum, hvítum degi.

Kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins, Brynja Hjálmsdóttir, ber mikið lof á kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur og segir m.a. í fimm stjarna rýni sinni sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 5. september:

„Það sem ég er kannski hvað ánægðust með er að hér er ekki verið að skorða sig of fast við raunsæið. Íslensk kvikmyndahefð er raunsæishefð og það er virkilega hressandi þegar hrist er aðeins upp í því. Myndin gefur tilfinningu fyrir raunsæi en með smá aukaplássi. Við sjáum t.a.m. nokkur skot af sjónvörpum sem sýna umferð um vegina í sveitinni, líkast til eiga þau að sýna myndefni frá einhvers konar öryggismyndavélum. Það liggur milli hluta hvar eða hvort slík öryggismyndavélasjónvörp fyrirfinnist í alvörunni. Ingimundur fer líka reglulega til sálfræðings, sem er hvorki óvenjulegt né óraunsætt, en sálfræðingurinn hans er annaðhvort versti sálfræðingur í heimi eða hann er ekki til í alvörunni. Áhorfandinn fær að ákveða það.“

Ingvar og Ída frábær

Brynja ber mikið lof á aðalleikara myndarinnar og skrifar: „Ingvar E. Sigurðsson hefur nú þegar unnið til verðlauna bæði á Cannes og í Transylvaníu fyrir túlkun sína á Ingimundi. Hann er frábær leikari sem verður bara betri með árunum og er virkilega góður í hlutverki Ingimundar. Ída Mekkín Hlynsdóttir er algjörlega æðisleg í hlutverki Sölku og ljær persónu sinni afslöppun, gáska og kraft. Einnig langar mig að nefna Þór Tulinius, sem er reglulega skemmtilegur sem furðusálfræðingurinn Georg.“

Í niðurlagi gagnrýninnar segir:

„Hvítur, hvítur dagur er gerð á sígilda vísu en er jafnframt fersk og frumleg. Hún er æsispennandi en líka hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum. Það eina sem er ekki ferskt er að hún fjallar um fullorðinn karl í krísu, minni sem kannski er bara kominn tími á að hvíla svolítið. Það má samt taka fram að myndin glamúrvæðir ekki karlalega tilfinningahörku og þvermóðsku, þvert á móti sýnir hún hvernig hún getur eitrað út frá sér.

Í rýni minni um Vetrarbræður sagði ég m.a.: „Vetrarbræður inniheldur eitthvað pönk, einhverja rödd, sem ég fagna að sé komin inn í íslenskt kvikmyndasamhengi og ég hlakka til að sjá verk eftir höfundinn á íslensku. Það er engum blöðum um það að fletta að Hlynur og teymi hans eru rísandi stjörnur.“ Ég viðurkenni að ég iðaði í skinninu að sjá nýju myndina og var reglulega spennt að sjá hverju Hlynur tefldi fram næst. Niðurstaðan er opið, fallegt og smekklegt verk sem sýnir mikla virðingu fyrir miðlinum og viðfangsefninu. Hvítur, hvítur dagur er frábær mynd og með henni sannar Hlynur og teymi hans að þau eru ekki einungis rísandi stjörnur heldur listamenn á heimsmælikvarða. Farið í bíó og sjáið þessa mynd.“

Dóminn má lesa í heild í Morgunblaðinu sem kom út 5. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka