Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í kvikmynd Hlyns Pálmasonar Hvítur, hvítur dagur. Ingvar hefur fengið mikið lof og alþjóðleg verðlaun fyrir túlkun sína á lögreglustjóranum Ingimundi. Í myndskeiðinu hér að ofan segir Ingvar að lífið hafi þróast þannig að hann varð leikari og segist vel hefðu getað farið í guðfræði.
„Ingvar E. Sigurðsson hefur nú þegar unnið til verðlauna bæði á Cannes og í Transylvaníu fyrir túlkun sína á Ingimundi. Hann er frábær leikari sem verður bara betri með árunum og er virkilega góður í hlutverki Ingimundar,“ skrifar Brynja Hjálmsdóttir kvikmyndagagnrýnandi um frammistöðu Ingvars í dómi sínum í Morgunblaðinu á fimmtudaginn en myndin fékk heilar fimm stjörnur.