Aldrei þessu vant var íslensk mynd valin

Yrsa á heimsfrumsýningu Síðasta haustsins í Tékklandi.
Yrsa á heimsfrumsýningu Síðasta haustsins í Tékklandi. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska heimildarmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg keppir um aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík (RIFF), Gullna lundann, þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu RIFF að íslensk mynd kemst í keppnisflokkinn. Aðalflokkur hátíðarinnar er Vitranir (New Visions) þar sem nýir leikstjórar tefla fram sinni fyrstu eða annarri mynd og aldrei þessu vant var ein íslensk mynd valin í hóp keppenda.

Kvikmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg var heimsfrumsýnd á Karlovy Vary-hátíðinni í Tékklandi 1. júlí síðastliðinn. Myndin er 78 mínútna heimildarmynd um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum.

Úr myndinni Síðasta haustið.
Úr myndinni Síðasta haustið. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er önnur heimildarmynd Yrsu, en fyrsta mynd hennar Salóme var valin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama 2014 og var það í fyrsta og eina sinn sem íslenskri heimildarmynd hefur hlotnast sá heiður.

Yrsa Roca Fannberg leikstjóri er með BA-gráðu í myndlist frá Chelsea College of Art í London og MA í skapandi heimildamyndagerð frá Pompeu Fabra í Barcelona. 

RIFF fer fram 26. september til 6. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan