Freeman breytti lokaatriði The Shawshank Redemption

Leikarinn Morgan Freeman fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni.
Leikarinn Morgan Freeman fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni. AFP

Stórleikarinn Morgan Freeman var ósammála leikstjóra myndarinnar The Shawshank Redemption, Frank Darabont, um hvernig sagan ætti að enda. 

Freeman fór með hlutverk fangans Ellis „Reds“ Redding í myndinni. Á móti honum lék Tim Robbins fangann Andy Dufresne. Í lok sameinast þeir vinirnir, loksins frjálsir í Mexíkó.

„Frank fannst að ég ætti að vera að spila á munnhörpuna sem Andy gaf mér. Og ég sagði nei,“ sagði Freeman í viðtali við Daily News. Honum fannst það vera klisjukenndur endir og hreinlega of mikið. Í staðinn sneri Robbins, í hlutverki Dufresne, sér við og sá Red nálgast sig í látlausri senu. 

Í ár eru 25 ár síðan The Shawshank Redemption kom út. Myndin fékk ekki mikla athygli þegar hún kom í kvikmyndahús og miðað við aðrar stórmyndir seldust ekki miðar fyrir miklar fjárhæðir. 

Þegar myndin kom hins vegar út á dvd fór hún að njóta mikillar hylli og er í dag í 1. sæti á lista IMDb yfir bestu myndir allra tíma.

Freeman sagði einnig í viðtalinu að hann hefði viljað leika hvaða hlutverk sem var í myndinni. Hann las handritið og sagði umboðsmanni sínum að það skipti ekki máli hvaða hlutverk hann færi í prufur fyrir. 

Viðbrögð Robbins voru svipuð eftir að hann las handritið og sagði það vera það besta sem hann hefði lesið. Myndin er byggð á bók eftir Stephen King, „Rita Hayworth and the Shawshank Redemption“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir