Hildur hlaut Emmy

Hildur Guðnadóttir.
Hildur Guðnadóttir.
Hild­ur Guðna­dótt­ir hlaut í gær Emmy-verðlaun­in fyr­ir tón­list­ina í sjón­varpsþáttaröðinni Cherno­byl.
Hild­ur hlaut verðlaun­in í flokki framúrsk­ar­andi frum­sam­inn­ar tón­list­ar og er tónlist henn­ar flutt í 2. þætti þátt­araðar­inn­ar. Auk Hild­ar voru fjög­ur tón­skáld til­nefnd í þess­um flokki.

Í þátt­un­um Cherno­byl er fjallað um slysið í kjarn­orku­ver­inu í Tsjerno­byl í Úkraínu árið 1986. Þætt­irn­ir voru til­nefnd­ir til 19 Emmy-verðlauna en hlutu alls sjö verðlaun á hátíðinni. Game of Thrones fékk flest verðlaun á hátíðinni, tíu tals­ins.

Viðtal Hollywood Report­er við Hildi

Kvik­mynd­in Joker í leik­stjórn Todds Phillips hlaut ný­verið Gullljónið á Kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um  en tón­list­in í mynd­inni er sam­in af Hildi.

Í viðtali við Morg­un­blaðið í sum­ar sagði Hild­ur að hún hefði lagt hjarta og sál í Cherno­byl.

„Ég las hand­ritið áður en farið var að taka nokkuð upp og mótaði mér skoðanir um hvað ég vildi gera út frá minni til­finn­ingu fyr­ir hand­rit­inu. Svo byrjaði ég að leggja lín­urn­ar um það hvernig tón­list­in yrði,“ seg­ir tón­skáldið og held­ur áfram: „Þætt­irn­ir reyna að vera trú­ir því sem gerðist í raun­veru­leik­an­um svo það er eng­inn skáld­skap­ur í þátt­un­um. Mér fannst þess vegna mjög mik­il­vægt að tón­list­in væri heiðarleg eins og þætt­irn­ir sjálf­ir. Ég fór í kjarn­orku­verið þar sem þætt­irn­ir voru tekn­ir upp, áður en sjálf­ar tök­urn­ar hóf­ust, og tók upp marga klukku­tíma af hljóðum frá kjarn­orku­ver­inu. Þetta er kjarn­orku­ver í Lit­há­en, frá sama tíma­bili og Cherno­byl, sem er ekki leng­ur nýtt til þess að búa til orku. Ég reyndi að hlusta á kjarn­orku­verið, bæði á hug­mynd­ir og raun­veru­leg hljóð til þess að gera tón­list­ina úr.“

Hild­ur vann svo í marga mánuði með þessi hljóð til þess að skapa tón­list­ina við Cherno­byl. „Það er rosa­lega mikið af hljóðum í kjarn­orku­ver­um sem eru fyr­ir ofan heyr­an­legt tíðnisvið, of hröð eða af öðrum ástæðum ekki nýti­leg eins og þau koma af kúnni. Þannig að stund­um þurfti ég að hægja á hljóðum eða færa þau yfir á heyr­an­leg tíðnisvið. Þegar maður er kom­inn með mikið safn af hljóðum sem hægt er að nota get­ur maður farið að blanda þeim sam­an í eitt­hvað sem virk­ar mús­ík­alskt.“

Hild­ur notaði eng­in hljóðfæri til þess að vinna tón­list­ina fyr­ir Cherno­byl-þætt­ina en hún nýtti sína eig­in rödd. „Mjög stór hluti af at­b­urðunum í Cherno­byl er mann­legi þátt­ur­inn, þannig að mér fannst mjög mik­il­vægt að hann fengi mikið pláss og rödd­in í mér varð mann­legi hlut­inn af tón­list­inni. Ég syng el­egí­ur, t.d. þegar er verið að grafa fórn­ar­lömb slyss­ins,“ seg­ir hún.

Hér er hægt að lesa viðtalið við Hildi í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason