Hildur hlaut Emmy

Hildur Guðnadóttir.
Hildur Guðnadóttir.
Hildur Guðnadóttir hlaut í gær Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl.
Hildur hlaut verðlaunin í flokki framúrskarandi frumsaminnar tónlistar og er tónlist hennar flutt í 2. þætti þáttaraðarinnar. Auk Hildar voru fjögur tónskáld tilnefnd í þessum flokki.

Í þáttunum Chernobyl er fjallað um slysið í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986. Þættirnir voru tilnefndir til 19 Emmy-verðlauna en hlutu alls sjö verðlaun á hátíðinni. Game of Thrones fékk flest verðlaun á hátíðinni, tíu talsins.

Viðtal Hollywood Reporter við Hildi

Kvikmyndin Joker í leikstjórn Todds Phillips hlaut nýverið Gullljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum  en tónlistin í myndinni er samin af Hildi.

Í viðtali við Morgunblaðið í sumar sagði Hildur að hún hefði lagt hjarta og sál í Chernobyl.

„Ég las handritið áður en farið var að taka nokkuð upp og mótaði mér skoðanir um hvað ég vildi gera út frá minni tilfinningu fyrir handritinu. Svo byrjaði ég að leggja línurnar um það hvernig tónlistin yrði,“ segir tónskáldið og heldur áfram: „Þættirnir reyna að vera trúir því sem gerðist í raunveruleikanum svo það er enginn skáldskapur í þáttunum. Mér fannst þess vegna mjög mikilvægt að tónlistin væri heiðarleg eins og þættirnir sjálfir. Ég fór í kjarnorkuverið þar sem þættirnir voru teknir upp, áður en sjálfar tökurnar hófust, og tók upp marga klukkutíma af hljóðum frá kjarnorkuverinu. Þetta er kjarnorkuver í Litháen, frá sama tímabili og Chernobyl, sem er ekki lengur nýtt til þess að búa til orku. Ég reyndi að hlusta á kjarnorkuverið, bæði á hugmyndir og raunveruleg hljóð til þess að gera tónlistina úr.“

Hildur vann svo í marga mánuði með þessi hljóð til þess að skapa tónlistina við Chernobyl. „Það er rosalega mikið af hljóðum í kjarnorkuverum sem eru fyrir ofan heyranlegt tíðnisvið, of hröð eða af öðrum ástæðum ekki nýtileg eins og þau koma af kúnni. Þannig að stundum þurfti ég að hægja á hljóðum eða færa þau yfir á heyranleg tíðnisvið. Þegar maður er kominn með mikið safn af hljóðum sem hægt er að nota getur maður farið að blanda þeim saman í eitthvað sem virkar músíkalskt.“

Hildur notaði engin hljóðfæri til þess að vinna tónlistina fyrir Chernobyl-þættina en hún nýtti sína eigin rödd. „Mjög stór hluti af atburðunum í Chernobyl er mannlegi þátturinn, þannig að mér fannst mjög mikilvægt að hann fengi mikið pláss og röddin í mér varð mannlegi hlutinn af tónlistinni. Ég syng elegíur, t.d. þegar er verið að grafa fórnarlömb slyssins,“ segir hún.

Hér er hægt að lesa viðtalið við Hildi í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan