Ofbeldi gagnvart börnum var kveikjan

Kveikjan að laginu var ofbeldi gagnvart börnum.
Kveikjan að laginu var ofbeldi gagnvart börnum. skjáskot/YouTube

Tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir sem gengur undir listamannsnafninu Fabúla gaf út lagið Diamond Boy í gær. 

Lagið samdi hún á Írlandi, eftir samtal við mann sem beittur var ofbeldi í æsku. Bárður R. Jónsson fer með hlutverk í tónlistarmyndbandinu en hann var einn af þeim sem máttu þola hörmundar í æsku á Breiðavíkurheimilinu. Aðrir leikarar myndbandsins eru bræðurnir Kolbeinn Kjói og Kjartan Ragnar Kjartanssynir. 

Fabúla.
Fabúla. Ljósmynd/Saga Sig

Fabúla vill með laginu vekja athygli á þessari ægiþungu byrði sem sum börn þurfa að bera og auka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir og komið auga á þessa neyð alltof margra barna. 

Myndbandið er unnið af Ágústi Erni Wigum, Sölva Viggóssyni og Kjartani Erni Bogasyni. Lagið var tekið upp í Stúdíó bambus og sá Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökustjórn, forritun og útsetningar ásamt Fabúlu. Birkir Rafn Gíslason leikur á gítar og Jökull Jörgensen á bassa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir