Tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir sem gengur undir listamannsnafninu Fabúla gaf út lagið Diamond Boy í gær.
Lagið samdi hún á Írlandi, eftir samtal við mann sem beittur var ofbeldi í æsku. Bárður R. Jónsson fer með hlutverk í tónlistarmyndbandinu en hann var einn af þeim sem máttu þola hörmundar í æsku á Breiðavíkurheimilinu. Aðrir leikarar myndbandsins eru bræðurnir Kolbeinn Kjói og Kjartan Ragnar Kjartanssynir.
Fabúla vill með laginu vekja athygli á þessari ægiþungu byrði sem sum börn þurfa að bera og auka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir og komið auga á þessa neyð alltof margra barna.
Myndbandið er unnið af Ágústi Erni Wigum, Sölva Viggóssyni og Kjartani Erni Bogasyni. Lagið var tekið upp í Stúdíó bambus og sá Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökustjórn, forritun og útsetningar ásamt Fabúlu. Birkir Rafn Gíslason leikur á gítar og Jökull Jörgensen á bassa.