RIFF hefst í næstu viku

Sundlaugabíó er ómissandi hluti af RIFF-hátíðinni sem hefst í næstu …
Sundlaugabíó er ómissandi hluti af RIFF-hátíðinni sem hefst í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku, fimmtudaginn 26. september nk. með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins, og lýkur 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor.

Sýningar fara að mestu fram í Bíó Paradís en einnig verða nokkrar sérsýningar í Norræna húsinu, Sundhöll Reykjavíkur og Loft hostel til dæmis. Auk þess verður kvikmyndadagskrá RIFF úti um alla borg, meðal annars á bókasöfnum, í félagsheimilum, fangelsum og á hjúkrunarheimilum – undir nafninu RIFF Around Town, að því er fram kemur í tilkynningu.

RIFF hátíðin er nú haldin í sextánda sinn en myndir á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Cannes, Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða.

Dagskrá RIFF má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup