Vinna að heimildarmynd um Jóhann Jóhannsson

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson.
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson.

Í tilefni af því að í tónskáldið og tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson hefði orðið fimmtugur í dag, 19. september, hefur verið tilkynnt að undirbúningur sé hafinn að gerð heimildarmyndar í fullri lengd um hann.

Framleiðslufyrirtækið Join motion pictures, auk höfundanna og leikstjóranna Kira Kira, Orra Jónssonar og Davíðs Hörgdal Stefánssonar, stendur að baki myndarinnar, en hún hefur fengið vinnuheitið 123 Forever: Jóhann Jóhannsson.

Í tilkynningu kemur fram að myndin sé unnin í fullu samráði við fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga Jóhanns, en ætlunin er að gera ferli Jóhanns ítarlega skil og varpa ljósi á vinnubrögð og heimspeki hans. Jóhann samdi eigin tónlist, tónlist fyrir kvikmyndir og átti auk þess í ótal samstarfsverkefnum víða um heim. Skemmst er að minnast þess að Jóhann samdi tónlist fyrir kvikmyndina The theory of everything og var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir verkið auk þess sem hann vann Golden globe-verðlaunin fyrir þá sköpun. Þá var hann einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Sicario og til Golden globe-verðlauna fyrir tónlist í myndinni Arrival. Var hann jafnframt tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna fyrir allar þessar þrjár myndir.

Jóhann Jóhannsson lést á heimili sínu í Berlín í febrúar á síðasta ári.

Umfangsmikil heimildasöfnun stendur nú yfir og óska aðstandendur myndarinnar eftir ábendingum um efni á netfangið 123forever@jmp.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan