RÚV sektað um 5.000 evrur vegna Palestínufána Hatara?

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur tilkynnt Ríkisútvarpinu (RÚV), að það verði sektað fyrir framgöngu Hatara í græna herberginu í lok Söngvakeppninnar í Ísrael í vor. Hatari dró upp borða í fánalitum Palestínu þegar sjónvarpsmyndavélum var beint að þeim.

Greint er frá þessu á vef RÚV sem segist hafa heimildir fyrir því að sektin nemi 5.000 evrum, en það er sagt vera lágmarkssekt sem EBU rukki um.

Í fréttinni segir að RÚV hafi komið á framfæri mótmælum við EBU vegna fyrirhugaðrar sektar og lýst yfir óánægju með meðferð málsins og fyrirhugaðri niðurstöðu. Rangt sé að sekta RÚV fyrir brot á reglum þegar sjónvarpsstöðin hafi gert allar mögulegar ráðstafanir til tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. 

RÚV sé þó engu að síður stolt af framlagi Íslands í keppninni og telji að atriði Hatara hafi verið glæsilegt og vakið mikla athygli.

Hatari á sviðinu í Tel Aviv. Mynd úr safni.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan