Beatrice prinsessa trúlofuð

Beatrice prinsessa og unnustinn ganga í það heilaga á næsta …
Beatrice prinsessa og unnustinn ganga í það heilaga á næsta ári. Skjáskot/Instagram

Beatrice prinsessa er trúlofuð kærasta sínum Edoardo Mapelli Mozzi. Foreldrar hennar tilkynntu um trúlofunina í dag, en hún er dóttir Andrésar prins og Söruh Ferguson. 

Hin 31 árs gamla prinsessa og Mapelli Mozzi trúlofuðu sig á Ítalíu fyrr í september og verður brúðkaupið á næsta ári. 

Mapelli Mossi er fasteignafjárfestir og gamall vinur fjölskyldunnar en þau Beatrice eru búin að vera saman í rúmlega ár. 

„Við erum bæði svo spennt að byrja þennan nýja kafla í lífi okkar saman. Við deilum mörgum áhugamálum og gildum og við vitum að við munum standa saman á komandi árum full af ást og hamingju,“ sagði hið nýtrúlofaða par í tilkynningu.

Eugene prinsessa, systir Beatrice, giftist maka sínum til margra ára, Jack Brooksbank í Windsor kastala í október 2018. Hún óskaði systur sinni og mági til hamingju með trúlofunina í færslu á Instagram. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir