Óvænt í hlutverki Nicos biskups

Á settinu. Palli kominn í skrúða biskups, hér með Josh …
Á settinu. Palli kominn í skrúða biskups, hér með Josh Dun (t.v.) og Tyler Joseph, meðlimum Twenty One Pilots.

Þá vantaði ljós­an hest og sex­tug­an karl­mann, grann­an og há­vax­inn, sem gæti setið þann hest. Ég reynd­ist smellpassa í hlut­verkið,“ seg­ir Páll Gunn­ars­son, en hann hef­ur í þrígang leikið í tón­list­ar­mynd­bandi hjá banda­rísku hljóm­sveit­inni Twenty One Pi­lots. Bandið er tví­eyki skipað ungu mönn­un­um Tyler Joseph og Josh Dun, en þeir pilt­ar eru vel þekkt­ir í tón­list­ar­heim­in­um, fengu t.d. Grammy-verðlaun árið 2015 fyr­ir lag sitt Stressed Out.

„Þeir voru aft­ur til­nefnd­ir til Grammy fyr­ir lagið Jumpsuit, en tón­list­ar­mynda­bandið við það lag var ein­mitt það fyrsta sem ég lék í hjá þeim. Þeir komu til Íslands til að taka upp mynd­bandið og það var tekið upp í Stakk­holts­gjá í Þórs­mörk. Það var mjög gam­an að taka þátt í þessu, ég var klædd­ur í skikkju með hettu á höfði og svart­málaður fyr­ir neðan nef en hvít­málaður þar yfir ofan og hárið rakað af hausn­um. Minn leik­ur fólst í að þeys­ast þannig til fara í Stakk­holts­gjá á hon­um Hana, ljós­grá­um hesti frá Skála­koti und­ir Eyja­fjöll­um, þar sem ég starfa á sumr­in við hesta­ferðir. Ég var í hlut­verki dem­ón­ísks bisk­ups sem þeir kalla Nico í lag­inu,“ seg­ir Páll, sem nokkr­um dög­um síðar fékk upp­hring­ingu þar sem fal­ast var eft­ir því að hann tæki aft­ur að sér hlut­verk Nicos í tveim­ur öðrum tón­list­ar­mynd­bönd­um.

Palli í hlutverki Nicos biskups á þeysireið á Hana.
Palli í hlut­verki Nicos bisk­ups á þeysireið á Hana.

„Ég varð fús­lega við þeirri bón, en þau mynd­bönd voru tek­in upp í Kíev eða Kænug­arði í Úkraínu. Fyrra mynd­bandið var tekið upp í göml­um há­skóla og þar var ég aft­ur í hlut­verki Nicos sem mess­ar yfir níu manna söfnuði sín­um og herj­ar á söngv­ar­ann, en lagið heit­ir ein­mitt Nico and the Niners. Þetta er sagna­heim­ur sem þeir hafa skapað og Nico bisk­up kem­ur einnig við sögu í þriðja mynd­band­inu, Le­vita­te, sem var tekið upp í skógi. Þetta var heil­mikið æv­in­týri og gam­an að kynn­ast strák­un­um í hljóm­sveit­inni. Þetta eru vænstu pilt­ar.“

Búið að girða, næst að byggja

Páll fékk ekki aðeins þetta óvænta hlut­verk í tón­list­ar­mynd­bönd­um í gegn­um vinnu sína með hesta í Skála­koti, held­ur varð starf hans þar einnig til þess að nú hef­ur hann keypt sér lóð á Kosta­ríku, í Mið-Am­er­íku.

Með Hana á leið á tökustað.
Með Hana á leið á tökustað.

„Þetta kom þannig til að vinátta tókst með mér og hjón­um frá Kosta­ríku sem komu í Skála­kot til að fara á hest­bak og gista. Þau reka sjálf hesta­búg­arð heima hjá sér og bjóða ferðamönn­um upp á alls kon­ar ferðir. Þau buðu mér að koma í heim­sókn til sín ef ég kæmi til Kosta­ríku og ég skellti mér nokkr­um mánuðum síðar. Ég var hjá þeim í viku og fór á hest­bak á hverj­um degi. Þau eru með skemmti­lega hesta sem eru blend­ing­ar af spænsk­um hest­um og ar­ab­ísk­um og eru aðeins hærri en ís­lenski hest­ur­inn. Býlið þeirra er í San Car­los, en þaðan er um klukku­tíma keyrsla að landa­mær­um Ník­aragva,“ seg­ir Páll, sem ferðaðist mikið um, fór í fjór­hjóla­ferð að heit­um lind­um, skoðaði dýra­líf og þjóðgarða.

„Þessi vin­ur minn skipu­lagði ferðalag um landið fyr­ir mig, ég fór niður að landa­mær­um Panama, keyrði upp í fjöll­in og að lok­um niður að strönd. Síðustu þrjár næt­ur var ég hjá hon­um og þá sagði hann mér að þau hjón­in og börn­in þeirra þrjú væru að pæla í að koma aft­ur til Íslands, sem þau og gerðu núna í byrj­un árs 2019. Þá lánaði ég þeim bíl­inn minn og þau óku hring­inn í kring­um Ísland. Það er gam­an að geta launað greiða,“ seg­ir Páll, sem flaug með þeim út þegar þau fóru aft­ur heim til Kosta­ríku og dvaldi í tvo mánuði.

„Fljót­lega eft­ir það hringdi hann í mig og sagði lóð til sölu rétt hjá þeim. Ég sló til,“ seg­ir Páll og hlær, en eng­inn húsa­kost­ur er á þeim hálfa hekt­ara sem hann keypti.

„Ég er bú­inn að láta girða og næsta skref er að byggja hús. Mér líður eins og ég sé einn af fjöl­skyld­unni og hlakka til að eiga þarna sum­ar­hús fyr­ir mig og mína.“

Ger­ir það sem dett­ur í hug

Páll seg­ist af­skap­lega ánægður í starfi sínu sem vinnumaður í sveit í Skála­koti, hjá Guðmundi Viðars­syni, en þar er boðið upp á hesta­ferðir yfir sum­arið inn á há­lendið.

Palli á spjalli við Josh Dun við tökur á tónlistarmyndbandi …
Palli á spjalli við Josh Dun við tök­ur á tón­list­ar­mynd­bandi þeirra,en hann seg­ir þá pilta báða, hann og Tyler Joseph, vera hina vænstu pilta.

„Ég byrjaði sem meðreiðar­sveinn en hef verið heils­ársmaður und­an­far­in þrjú ár. Ég starfaði sem vél­stjóri á sjó alla mína starfsævi fram að því og nú kann ég því vel að gera það sem mér dett­ur í hug þegar mér dett­ur í hug. Ég sé fyr­ir mér að vera í Skála­koti á sumr­in í hesta­ferðum en á Kosta­ríku yfir dimm­asta vet­ur­inn. Kosta­ríka er mik­il para­dís, gróður­sæl og fög­ur með ríku dýra­lífi. Þetta er ör­uggt land og friðsælt, þar er eng­inn her, yf­ir­völd geta því notað pen­ing­ana í að byggja upp innviði frek­ar en að sólunda þeim í hernaðarbrölt. Fyr­ir vikið er mennt­un fólks­ins á hærra stigi en í lönd­un­um í kring. Al­veg nýr heim­ur opnaðist fyr­ir mér við það að ferðast til þess­ara fram­andi landa, fyrst til Perú með dótt­ur minni og svo til Kosta­ríku, Gvatemala og Kol­umb­íu. Menn­ing­in og nátt­úr­an eru ólík því sem ég hef áður kynnst,“ seg­ir Páll, sem flaug í þriðja sinn til Kosta­ríku nú í vik­unni með börn­um sín­um tveim­ur.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 27. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka