Meghan í mál við Mail on Sunday

Meghan hertogaynja af Sussex hefur höfðað mál gegn blaðinu Mail …
Meghan hertogaynja af Sussex hefur höfðað mál gegn blaðinu Mail on Sunday. AFP

Meghan, hertogaynja af Sussex, hefur höfðað mál gegn breska blaðinu Mail on Sunday sem hún segir hafa birt einkabréf sitt í óleyfi.

BBC greinir frá og segir að í yfirlýsingu frá hertogahjónunum af Sussex hafi þau Harry og Meghan sagst hafa neyðst til að grípa til aðgerða vegna „látlauss áróðurs“ blaðsins.

„Ég missti móður mína og nú er ég að horfa á eiginkonu mína verða fórnarlamb sömu öflugu afla,“ sagði Harry í yfirlýsingunni.

Talsmaður Mail on Sunday segir blaðið hins vegar standa við ákvörðun sína um að birta fréttina og að það muni verja hana af „hörku“.

Schillings, lögfræðifyrirtækið sem fer með málið fyrir hertogaynjuna, sakar blaðið hins vegar um herferð falskra og niðrandi frásagna. Hefur Schillings lagt fram kæru gegn blaðinu vegna meintrar misnotkunar á persónuupplýsingum, fyrir brot á einkaréttarvörðu efni og fyrir brot á lögum um gagnavernd.

Í ítarlegri yfirlýsingu sem birt var í dag á opinberri vefsíðu hjónanna segir Harry prins „sársaukafull“ áhrif uppáþrengjandi fjölmiðlaumfjöllunar hafa neytt þau til að grípa til þessara aðgerða.

Hann vísaði því næst til móður sinnar Díönu prinsessu af Wales er hann sagði „sinn mesta ótta vera að sagan endurtaki sig“. „Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru að því marki að hvorki er komið fram við þá né þeir virtir sem raunveruleg manneskja,“ sagði prinsinn.

Hertogahjónin munu greiða fyrir dómsmálið úr eigin vasa og vinni þau málið verður ágóðanum ánafnað til samtaka sem berjast gegn einelti.

Harry sagði enn fremur í yfirlýsingu sinni að þau Meghan tryðu á „frelsi fjölmiðla og hlutlausa, sanna fréttamennsku“ sem einn af „hornsteinum lýðræðis“.

Talsmaður Mail on Sunday segir blaðið alfarið neita því að bréf hertogaynjunnar hafi verið ritskoðað og meiningu þess breytt á neinn hátt.

Prinsinn segir eiginkonu sína hins vegar vera „eitt nýjasta fórnarlamb bresku götublaðanna sem standi fyrir herferðum gegn einstaklingum án þess að hugleiða afleiðingarnar — þetta sé hrottaleg herferð sem hafi farið stigvaxandi undanfarið ár.“ Hún hafi viðgengist í gegnum óléttu Meghan og á meðan sonur þeirra hafi verið nýfæddur.

„Þessi endalausi áróður felur í sér fórnarkostnað, ekki hvað síst þegar hann er viljandi falskur og illviljaður og þrátt fyrir að við höfum haldið andlitinu þá get ég, líkt og mörg ykkar munið skilja, ekki byrjað að lýsa því hversu sársaukafullt þetta hefur verið.“

Segist Harry hafa fylgst hljóður með þjáningum hennar of lengi, en það sé andstætt gildum þeirra að halda sig til hlés og gera ekkert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup