Tónlist Hildar breytti Jókernum

Joaquin Phoenix í hlutverki sínu sem Jókerinn.
Joaquin Phoenix í hlutverki sínu sem Jókerinn. Mynd/Skjáskot

Tónlist Hildar Guðnadóttur tónskálds breytti því hvernig kvikmyndin Joker var tekin upp, en Hildur samdi þemalag myndarinnar áður en myndin var tekin upp. 

Það er heldur óvanalegt en vanalega er tónlistin samin eftir að myndin er tekin upp. Todd Philipps leikstjóri myndarinnar bað Hildi um að semja lagið með manngæsku Jókersins í huga. 

„Hann er í rauninni að reyna að koma með gleði í heiminn en það bara tekst ekki vegna ytri aðstæðna sem hefur áhrif á hans innri togstreitu. Ég var hafði mikla samúð með honum. Þetta er mikill harmleikur. Þannig að mér fannst mikilvægt að hann mætti eiga sér mýkri hlið,“ sagði Hildur í viðtali við NPR

Hildur Guðnadóttir.
Hildur Guðnadóttir.

Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverk í myndinni og leikur trúðinn Arthur Fleck sem á endanum verður ilmennið Jókerinn, sem við þekkjum úr kvikmyndunum um Batman.

„Ég settist niður með sellóið og fann leið mína inn í rödd hans og hugsanir. Og ég reyndi bara að halda í þessar tilfinningar sem ég upplifði eftir að hafa lesið handritið að myndinni. Um leið og ég spilaði fyrstu nóturnar, fann ég fyrir því í brjóstinu, það voru mjög sterk líkamleg viðbrögð. Ég hugsaði með mér að þetta væri málið,“ sagði Hildur. 

Philipps spilaði lag Hildar á tökustað þegar mikilvægar senur voru teknar upp, eftir að persónan, Athur Fleck, fer yfir ákveðna línu og verður að Jókernum, og það breytti senunni. 

Einn af kvikmyndatökustjórum myndarinnar Lawrence Sher sagði að þau hafi ætlað að gera atriðið allt öðruvísi. „Hann spilaði lagið yfir hverja töku á meðan persóna Joaquins er á þessu skítuga baðherbergi og hann byrjar að dansa hamskipta dansi. Lagið spilaði svo mikinn þátt, ekki bara fyrir frammistöðu Joaquins heldur líka fyrir tökufólkið, og orkuna í herberginu og atriðið lifnaði við það,“ sagði Sher.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir