Ginger Baker látinn

Ginger Baker við trommusett fyrir nokkrum árum síðan.
Ginger Baker við trommusett fyrir nokkrum árum síðan. AFP

Trommuleikarinn Ginger Baker, sem þekktastur er fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Cream ásamt Eric Clapton og Jack Bruce, er látinn. Hann var 80 ára.

Baker varð heimsfrægur fyrir trommuleik sinn en sjálfur sagði hinn rauðhærði Baker að hlutverk hans væri fyrst og fremst að láta aðra í hljómsveitinni líta vel út.

Ginger Baker ásamt Jack Bruce og Eric Clapton sem voru …
Ginger Baker ásamt Jack Bruce og Eric Clapton sem voru mennirnir á bak við rokksveitina Cream. Ljósmynd/Wikipedia.org

Cream var stofnuð árið 1966 en hætti rúm­um tveim­ur árum síðar. Áhrif sveit­ar­inn­ar voru engu að síður mik­il og segja má að hún hafi lagt grunn­inn að harðri rokk­tónlist og síðar þung­arokki.

Mik­il spenna var milli hljóm­sveit­armeðlima sem leiddi til enda­lok­anna árið 1968 eft­ir þrjár plöt­ur og kveðju­tón­leika í Royal Al­bert Hall.

 

Ástæða stutts líftíma hljómsveitarinnar voru átök en Baker og Bruce rifust stöðugt. Hljómsveitin sneri stuttlega aftur árið 2005 en endurkoman litaðist af átökum félaganna á sviði.

Umfjöllun BBC. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan