Mikill hagnaður af miðasölu þrátt fyrir harða gagnrýni

Margir fóru á kvikmyndina þrátt fyrir harða gagnrýni.
Margir fóru á kvikmyndina þrátt fyrir harða gagnrýni. AFP

Framleiðendur Joker fóru hlæjandi beint í bankann eftir helgina en þrátt fyrir að vera mjög umdeild seldust miðar fyrir 93,5 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum og þar að auki 140,5 milljónir á heimsvísu samkvæmt Warner Bros. 

Breski fjölmiðillinn The Guardian kallaði myndina mestu vonbrigði ársins fyrir helgi og The New York Times gaf henni ekki góða dóma. 

„Þetta er mjög sterk opnun,“ sagði David A. Gross kvikmyndarýnir í pistli sínum um helgina. Kvikmyndaunnendur skelltu sér á myndina þrátt fyrir að hávær umræða hafi skapast í kringum framleiðslu myndarinnar. 

Leikarinn Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverk Jókersins í ofurhetjumyndinni sem segir frá uppruna illmennisins Joker sem við þekkjum öll úr ofurhetjuheimi Batman. 

Kvikmyndin hefur meðal annars hlotið gagnrýni fyrir að sýna mikið og gróft ofbeldi. Fjölskyldur fórnarlamba úr skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado í Bandaríkjunum árið 2012 eru mjög mótfallin sýningu á kvikmyndinni. Tólf manns lét­ust í skotárásinni 2012 þegar maður hóf skotárás í kvik­mynda­húsi á Batman-mynd­inni The Dark Knig­ht Rises.

Þá hafa grímur, búningar og leikfangavopn verið bönnuð frá sýningum kvikmyndarinnar þar vestanhafs, þar sem sam­ræður á dul­net­inu hafa bent til þess að skotárás sé áætluð í tengsl­um við sýn­ing­ar á mynd­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup