Jane Fonda handtekin vegna mótmæla

Jane Fonda flutti nýverið til Washington til að berjast fyrir …
Jane Fonda flutti nýverið til Washington til að berjast fyrir aðgerðum gegn loftlagshlýnun jarðar og segist innblásin af baráttu Gretu Thunberg. AFP

Bandaríska leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Jane Fonda var handtekin fyrir utan þinghúsið í Washington-borg í Bandaríkjunum í gær fyrir þátttöku sína í mótmælum gegn aðgerðarleysi stjórnvalda vegna loftlagshlýnunar jarðar.

Talskona lögreglunnar í höfuðborg Bandaríkjanna staðfesti að 16 manns hefðu verið handteknir fyrir ólögmæt mótmæli á tröppum þinghússins í gær. Myndskeiði af handtöku Fonda var dreift á samfélagsmiðla í gær og vakti mikla athygli.  

Hún greindi nýverið frá því að hún ætlaði sér að flytja til Washington í fjóra mánuði til þess að berjast gegn loftlagsvánni með sama hætti og sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup