Kom hágrátandi heim úr fríi

Rebekah Vardy hefur átt erfitt síðan Coleen Rooney sakaði hana …
Rebekah Vardy hefur átt erfitt síðan Coleen Rooney sakaði hana um leka. Wikimedia Commons/Антон Зайцев

Enska fótboltafrúin Re­bekah Var­dy lenti á Heathrow-flugvelli á Englandi um helgina í mun verra skapi en þegar hún lagði af stað í frí sitt til Dubai. Í vikunni sakaði önnur fótboltafrú, Coleen Rooney, frú Vardy um að leka sögum um hana í götublaðið The Sun. 

Hin ólétta frú Vardy hélt í hönd eiginmanns síns, Jamie Vardy, á flugvellinum. Eins og myndir Daily Mail sýna átti frú Vardy erfitt með að berjast við tárin og reyndi að þurrka tárin og sjúga upp í nefið á göngum Heathrow-flugvallar. 

Helgin virðist hafa verið skárri hjá óvinkonu hennar en Coleen Rooney skemmti sér langt fram á nótt með vinkonum sínum í fertugsafmæli fótboltakappans Wes Browns í Manchester. 

Síðasta vika hefur reynt á frú Vardy sem greindi frá því fyrir helgi að hún hefði meðal annars fengið líf­láts­hót­an­ir. 

Knattspyrnumaðurinn Jamie Vardy er sagður standa með eiginkonu sinni og hefur meðal annars hætt að fylgja Wayne Rooney, eignmanni Coleen Rooney, á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka